Enzymatica AB í Svíþjóð hefur lokið kaupum á Zymetech ehf. Fyrirtækin tvö hafa unnið saman síðan 2011 að þróun vara sem nota trypsín úr þorski til að meðhöndla sýkingar í efri öndunarvegi. Árið 2012 markaðssetti Enzymatica ColdZyme® munnúðann sem þróaður var af Zymetech og myndar vörn gegn kvefsmiti og styttir tíma kvefeinkenna. Vefsíða Enzymatica AB.