Rannsóknarstarf

Zymetech hefur á að skipa vel menntuðu starfsfólki á sviði lífefnafræði, örverufræði, lyfjafræði, matvæla- og næringarfræði og í lífvísindum. Megin rannsóknaráherslur eru á hvernig trypsín úr þorski verka á veiru- og bakteríusýkingar í efri öndunarvegi og í sáragræðingum.

Zymetech flutti í nýtt húsnæði að Fiskislóð 39 árið 2014 þar sem fyriritækið hefur aðgang að fullkominni rannsóknaraðstöðu og hreinu herbergi til hreinsunar á ensímum.

Vöruþróun

Fyrsta vara Zymetech kom á markaðinn 1999 en það var húðáburðurinn PENZIM®. Þessi heilsuvara sem fæst bæði sem PENZIM® Gel and PENZIM® Úðakrem á sér stóran og tryggan notendahóp á Íslandi. Zymetech hefur einnig þróað snyrtivörur með ensímvirkni sem eru seldar undir merkjum nokkurra samstarfsaðila.

Árið 2010 hóf Zymetech samstarf við fyrirtækið Enzymatica AB í Svíþjóð um þróun vöru til að vinna gegn kvefsmiti. Samstarfið leiddi til þróunar munnúðans ColdZyme® sem kom á markað í Svíðþjóð árið 2012 og er nú seldur um alla Skandinavíu og víðar í Evrópu. ColdZyme® er fyrsta skráða lækningavara fyrirtækisins.

Í upphafi ársins 2015 hóf Zymetech að dreifa ColdZyme® á Íslandi undir vöruheitinu PreCold®. Varan hlaut strax fádæma viðtökur.

Árið 2015 hlaut Zymetech Íslensku Nýsköpðunarverðlaunin fyrir framlag sitt til rannsókna og þróunar sem er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið.

Rannsóknarsvið

Vísindaráð

Vísindaráð Zymetech of Enzymatica hefur á að skipa sérfræðingum í fremstu röð á sviði ensímrannsókna, sjúkdómum í öndunarvegi og í klínískum rannsóknum.

Ágústa Guðmundsdóttir

Dr. Ágústa Guðmundsdóttir er rannóknarstjóri Zymetech og prófessor emeritus við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Hún er annar af tveimur stofnendum Zymetech…

Lesa meira

Stefán Jökull Sveinsson

Stefán starfar sem sjálfstæður ráðgjafi fyrir ýmiss lyfjafyrirtæki og fyrirtæki á heilbrigðisvísindasviði. Hann hefur yfir 23 ára reynslu í lyfjaiðnaði.  Frá 1993 til 2014 vann hann hjá Actavis á Íslandi…

Lesa meira

Charles S. Craik

Dr. Charles S. Craik er Prófessor í lyfjaefnafræði og Director of Chemistry and Chemical Biology Graduate Group við UCSF.  Hann hlaut menntun sína og þjálfun við Allegheny College (BS), Columbia University (Ph.D.) …

Lesa meira

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson er Prófessor í lyflækningum við Háskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá Læknisfræðideild Háskóla Íslands árið 1975 og vann sem postgraduate á Íslandi til ársins 1978 og við lyflækningar og …

Lesa meira

Vísindagreinar

Starfsmenn Zymetech hafa birt fjölda vísindagreina um ensímrannsóknir.

  • Gudmundsdóttir, Ágústa, Hilmar Hilmarsson, and Bjarki Stefansson. “Potential Use of Atlantic Cod Trypsin in Biomedicine.” BioMed research international 2013 (2013).

  • Ágeirsson, Bjarni, Jay W. FOX, and Jón B. BJARNASON. “Purification and characterization of trypsin from the poikilotherm Gadus morhua.” European journal of biochemistry 180.1 (1989): 85-94.

  • Jónsdóttir, Gudrún, Jón Bragi Bjarnason, and Ágústa Gudmundsdóttir. “Recombinant cold-adapted trypsin I from Atlantic cod—expression, purification, and identification.” Protein expression and purification 33.1 (2004): 110-122.

  • Stefansson, Bjarki, et al. “Characterization of cold-adapted Atlantic cod (Gadus morhua) trypsin I—Kinetic parameters, autolysis and thermal stability.” Comparative Biochemistry and Physiology Part B: Biochemistry and Molecular Biology 155.2 (2010): 186-194.

  • Ásgeirsson, Bjarni, and Jón Bragi Bjarnason. “Structural and kinetic properties of chymotrypsin from Atlantic cod (Gadus morhua). Comparison with bovine chymotrypsin.” Comparative Biochemistry and Physiology Part B: Comparative Biochemistry 99.2 (1991): 327-335.

  • Guðmundsdóttir, A., and J. Bjarnason. “Applications of cold-adapted proteases in the food industry.” Novel enzyme technology for food applications (2007): 205.

  • Kristjánsson, Magnús M., Bjarni Ásgeirsson, and Jón B. Bjarnason. Serine proteinases from cold-adapted organisms. Springer US, 1997.

  • Asgeirsson, Bjarni, Einar Mäntylä, and Jón Bragi Bjarnason. “Isolation, Characterization and Utilization of Psychrophilic Proteinases from Atlantic Cod.” Bioorganic Chemistry in Healthcare and Technology. Springer US, 1991. 299-302.

  • Stefansson, B., G. B. Sandholt, and A. Gudmundsdottir. 2017. ‘Elucidation of different cold-adapted Atlantic cod (Gadus morhua) trypsin X isoenzymes’, Biochim Biophys Acta, 1865: 11-19.