Um Zymetech ehf.

Zymetech er íslenskt líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, hreinsun og nýtingu ensíma sem unnin eru úr íslenskum þorski.

Zymetech ehf. var stofnað árið 1999 af Dr. Jóni Braga Bjarnasyni og Dr. Ágústu Guðmundsdóttur, sem þá voru prófessorar við Háskóla Íslands.  Með rannsóknum sínum höfðu Jón og Ágústa öðlast djúpan skilning á virkni þorskensíma. Zymetech hefur síðan þá þróað húð- og heilsuvörur ásamt og lækningavörum sem innihalda þorskensím í gegnum Penzyme® tækni fyrirtækisins.
Zymetech dregur út og hreinsar ensímin úr þeim hluta þorskslógs sem annars er að jafna hent.
Zymetech er að fullu í eigu Enzymatica AB in Sweden.

Framtíðarsýn

Að vera leiðandi á sviði rannsókna, þróunar og nýtingu á hreinsuðum sjávarensímum til notkunar í húðvörum, lækningatækjum og lyfjum.

Gæðastefna

Við skuldbundum okkur til að þróa hágæða vörur með viðurkennda virkni, sem standast kröfur yfirvalda og uppfylla væntingar viðskiptavina okkar.

Við notum skýr samskipti, vinnuferli og þjálfun til að viðhalda gæðavitund í allri okkar vinnu.

Við nýtum tækifærin til að endurmeta, læra og bregðast við þannig að starfsemi okkar verði sífellt betri.

Saga Zymetech

 • 1999

  Zymetech stofnað út frá Háskóla Íslands af Próf. Jóni Braga Bjarnasyni and Próf. Ágústu Guðmundsdóttur. PENZIM® húðvörurnar eru kynntar.

 • 2000

  Zymetech þróar Penzyme® tæknina sem stövgar ensímin og virkjar þau þegar varan er borin á húð við líkamshita.

 • 2001

  Zymetech vinnur áfram að rannsóknum, þróun og hreinsun á þorsk ensímum og vöruþróun á formúleringum fyrir heilsu- og snyrtivöruiðnað.

 • 2002

  Zymetech markaðssetur PENZIM® húðvörulínu á Íslandi sem inniheldur Penzyme® tækni.

 • 2004

  Zymetech fær einkaleyfi á notkun sjávarensíma í formúleringum til notkunar í snyrtivörum, lækningatækjum og í lyfjum.

 • 2010

  Zymetech hefur samstarf við Enzymatica AB í Svíþjóð um þróun kvefvöru.

 • 2012

  Enzymatica AB í Svíþjóð setur ColdZyme® munnúða gegn kvefi á markað. ColdZyme® munnúðinn var þróaður af Zymetech og notar Penzyme® tækni.

 • 2014

  New Zymetech’s headquarters including research and production facilities opened in 2014.

 • 2015

  Zymetech kynnir ColdZyme® sem PreCold® munnúða á Íslandi sem fær strax frábærar viðtökur.

 • 2015

  Zymetech hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands.

 • 2016

  Enzymatica AB í Svíðþjóð eignast Zymetech og tryggir þar með aðgang að þekkingu, einkaleyfum, Penzyme® tækni sem og framleiðslu á ensímum.

 • 2018

  Zymetech fær ISO 9001:2015 vottun á gæðakerfi sitt.

Um Enzymatica AB

Enzymatica AB í Svíþjóð er fyrirtæki í lífvísindum sem hefur að markmiði að bjóða lausnir gegn algengum sjúkdómum af völdum veira og baktería. Á árinu 2016 sameinuðust Zymetech ehf. og Enzymatica AB. Við sameininguna myndaðist sterkt fyrirtæki sem er í stakk búið til að markaðssetja PreCold® og aðrar vörur á heimsvísu. Hlutverk Zymetech á Íslandi verður áfram það að vera rannsóknarmiðstöð og framleiðslueining fyrir sjávarensím til notkunar í bæði núverandi og framtíðarvörur fyrirtækisins.

Íslensku Nýsköpunarverðlaunin 2015

Zymetech voru veitt Íslensku Nýsköpunarverðlaunin árið 2015. Verðlaunin eru veitt því fyrirtæki sem þótt hefur skarað fram úr í að búa til verðmæti með nýsköpun, rannsóknum og þekkingu.