PreCold® Munnúði gegn kvefi

PreCold® er munnúði sem getur minnkað líkur á kvefsmiti og stytt tíma kvefs ef hann er notaður þegar einkennanna verður fyrst vart.

PreCold® myndar varnarfilmu aftast í hálsi sem verndar slímhimnuna fyrir því að kvefveirur sem berast í lofti nái að bindast frumum líkamans og valda smiti. Engin rotvarnarefni eru í PreCold®.

PreCold® er CE-merkt vara og skráð lækningatæki í flokki I (Class I Medical Device) samkvæmt Evrópskri reglugerð um lækningatæki (European Medical Device Directive 93/42/EEC).

PreCold® er selt á Íslandi en einnig sem ColdZyme® í Skandinavíu og sem CortaGrip® á Spáni. Lestu meira um PreCold® hér.

PENZIM® fyrir heilbrigðari húð

PENZIM® er vinsæl heilsuvara sem hefur verið á íslenskum markaði síðan 1999. Varan hefur breiða virkni og er sérlega hentug til að meðhöndla þurra og viðkvæma húð og óþægindi af völdum ýmissa húðkvilla. Þá sefar PENZIM® óþægindi af völdum flugnabita og sólbruna.

Fjölmargir notendur PENZIM® hafa lýst því hvernig varan hefur hjálpað þeim gegn ýmsum þekktum húðvandamálum.

Eins og aðrar vörur fyrirtækisins þá inniheldur PENZIM® virk sjávarensím úr Norður Atlantshafs þorski. Lestu meira um PENZIM® hér.

Samstarfsaðilar á Íslandi

SpotDoc, CodDoc and Zopure eru húðvörur frá Andrá sem innihalda náttúruleg ensím úr Norður Atlantshafsþorski (Penzyme®). Vörurnar verka á húð, liði og vöðva. Þær eru tærar og lyktarlausar, nærandi, græðandi og rakagefandi. Andrá heimasíða.

Dr Bragi húðvörulínan inniheldur einstök virk sjávarensím. Dr Bragi vörurnar viðhalda virkni húðfruma og gefa þannig húðinni ungt og heilbrigt yfirbragð. Vörurnar eru seldar á Íslandi og í fríhöfninni. DrBragi heimasíða.

Ankra var stofnað árið 2013 í kringum alveg nýja hugsun þegar kemur að heilbrigði húðar. Ankra notar einstök virk efni úr hafinu í kringum Ísland til að framleiða hágæða húðvörur. Ankra BeKind Age Rewind serum inniheldur Penzyme®.  Ankra heimasíða.