PreCold® Munnúði gegn kvefi

PreCold® er munnúði sem getur minnkað líkur á kvefsmiti og stytt tíma kvefs ef hann er notaður þegar einkennanna verður fyrst vart.

PreCold® myndar varnarfilmu aftast í hálsi sem verndar slímhimnuna fyrir því að kvefveirur sem berast í lofti nái að bindast frumum líkamans og valda smiti. Engin rotvarnarefni eru í PreCold®.

PreCold® er CE-merkt vara og skráð lækningatæki í flokki I (Class I Medical Device) samkvæmt Evrópskri reglugerð um lækningatæki (European Medical Device Directive 93/42/EEC).

PreCold® er selt á Íslandi en einnig sem ColdZyme® í Skandinavíu og sem CortaGrip® á Spáni. Lestu meira um PreCold® hér.

PENZIM® fyrir heilbrigðari húð

PENZIM® er vinsæl heilsuvara sem hefur verið á íslenskum markaði síðan 1999. Varan hefur breiða virkni og er sérlega hentug til að meðhöndla þurra og viðkvæma húð og óþægindi af völdum ýmissa húðkvilla. Þá sefar PENZIM® óþægindi af völdum flugnabita og sólbruna.

Fjölmargir notendur PENZIM® hafa lýst því hvernig varan hefur hjálpað þeim gegn ýmsum þekktum húðvandamálum.

Eins og aðrar vörur fyrirtækisins þá inniheldur PENZIM® virk sjávarensím úr Norður Atlantshafs þorski. Lestu meira um PENZIM® her.